Sigurður var frábær í úrslitaeinvíginu við FH um Íslandsmeistaratitilinn og átti t.a.m. eftirminnilega innkomu í oddaleiknum á sunnudaginn þar sem hann hreinlega lokaði markinu.
Sigurður, sem er 24 ára, kom til Vals frá FH í 3. flokki og er að hefja sitt sjöunda tímabil á Hlíðarenda, fyrir utan tvö tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Stjörnunni.
Sigurður varði mark Vals í vetur ásamt Hlyni Morthens. Valsmenn eru einnig búnir að semja við unglingalandsliðsmarkvörðinn Einar Baldvin Baldvinsson.
Valsmenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar auk þess sem liðið komst í undanúrslit Áskorendabikar Evrópu í vetur.