Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2017 18:06 Héraðsdómur taldi mörgum spurningum ósvarað um atburðarásina. Vísir/Pjetur Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent