Ponzinibbio hræðist ekki Gunnar Nelson: Ég hef kraft til að rota hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 09:45 Santiago Ponzinibbio er á hraðferð upp metorðalistann. vísir/getty Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio. MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio.
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira