Ólafur segist ekki hafa farið á bak við stjórn Neytendasamtakanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:30 Formaður Neytendasamtakanna segir rangt að hann hafi farið á bak við stjórn samtakanna og ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra. Fundargerðir sanni mál hans en hann geti ekki sýnt fram á það þar sem hann er bundinn trúnaði. Hann ætlar ekki að stíga til hliðar. Í Fréttablaðinu í dag segir að stjórnarmenn í Neytendasamtökunum sem blaðið ræddi við sjái ekki að Ólafur Arnarson geti setið áfram sem formaður þeirra en meirihluti stjórnarinnar lýsti yfir vantrausti á Ólaf á stjórnarfundi í upphafi mánaðar. Að sögn stjórnarmanna er ástæðan fyrir vantraustinu sú að Ólafur hefur tekur ákvarðanir sem skuldbinda samtökin án þess að bera það undir stjórnina. Þá er einnig ósætti í tengslum við það hvernig Ólafur ákvað að hann skyldi hafa bifreið til afnota. Þá greindi Rúv frá því í dag að Ólafur hafi ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra án samþykkis stjórnar. Framkvæmdastjóri samtakanna hafði hætt störfum nokkru áður en Ólafur var kjörinn formaður og ekki hafði enn verið ráðið í stöðuna. Laun framkvæmdastjóra eru mun hærri en laun formanns og þegar Ólafur undirritaði ráðningarsamninginn við sjálfan sig hafi hann bæði fengið laun sem framkvæmdastjóri og formaður. „Þetta eru ósannar ásakanir vegna þess að það er rangt að ég hafi gert einhvern samning við sjálfan mig það er bara ekki svo. Stjórnin fékk starfskjaranefnd til að fara yfir kjör á skrifstofu neytendasamtakanna. Fjármálastjóri fékk stjórnina til að veita varaformanni samtakanna umboð til að skrifa undir slíkan ráðningarsamning við mig og einu afskipti mín af þeim samningi var þegar hann lá á borðinu fyrir framan mig og ég skrifaði undir hann“, segir Ólafur og hann bætir við að það sama gildi um bifreiðina sem hann hefur til afnota. Ólafur segir að fundargerðir stjórnar staðfesti að ásakanirnar séu rangar. „Ég er því miður bundinn trúnaði og get ekki sýnt þær.“Það ríkir ekki stuðningur við þig innan samtakanna, ætlar þú ekki að stíga til hliðar? „ Ég fells nú ekki á að það ríki ekki stuðningur við mig innan samtakanna þó það sé ágreiningur í stjórninni. Ég nýt mikils trausts samtakanna. Ég hlaut yfirburða kosningu á þinginu í október síðastliðnum og ég sæki mitt umboð til þingsins og félagsmanna en ekki til stjórnar. Ég myndi líta á það sem svik af minni hálfu ef ég færi að hlaupa frá borði núna,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12 Deilt um smáforrit, bíl og starfskjör Stjórnin mun koma saman á mánudag til að fara yfir stöðuna. Beðið er greiningar fjármálastjóra til að sjá hvaða áhrif ákvarðanir Ólafs munu hafa á fjárhag samtakanna. 20. maí 2017 07:00 Sögðu formanni Neytendasamtakanna upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi við Ólaf Arnarson, formann samtakanna sem starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en fyrr í dag bárust fregnir af því að stjórnin hefði lýst yfir vantrausti á Ólaf þann 6. maí síðastliðinn. 19. maí 2017 19:56 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir rangt að hann hafi farið á bak við stjórn samtakanna og ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra. Fundargerðir sanni mál hans en hann geti ekki sýnt fram á það þar sem hann er bundinn trúnaði. Hann ætlar ekki að stíga til hliðar. Í Fréttablaðinu í dag segir að stjórnarmenn í Neytendasamtökunum sem blaðið ræddi við sjái ekki að Ólafur Arnarson geti setið áfram sem formaður þeirra en meirihluti stjórnarinnar lýsti yfir vantrausti á Ólaf á stjórnarfundi í upphafi mánaðar. Að sögn stjórnarmanna er ástæðan fyrir vantraustinu sú að Ólafur hefur tekur ákvarðanir sem skuldbinda samtökin án þess að bera það undir stjórnina. Þá er einnig ósætti í tengslum við það hvernig Ólafur ákvað að hann skyldi hafa bifreið til afnota. Þá greindi Rúv frá því í dag að Ólafur hafi ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra án samþykkis stjórnar. Framkvæmdastjóri samtakanna hafði hætt störfum nokkru áður en Ólafur var kjörinn formaður og ekki hafði enn verið ráðið í stöðuna. Laun framkvæmdastjóra eru mun hærri en laun formanns og þegar Ólafur undirritaði ráðningarsamninginn við sjálfan sig hafi hann bæði fengið laun sem framkvæmdastjóri og formaður. „Þetta eru ósannar ásakanir vegna þess að það er rangt að ég hafi gert einhvern samning við sjálfan mig það er bara ekki svo. Stjórnin fékk starfskjaranefnd til að fara yfir kjör á skrifstofu neytendasamtakanna. Fjármálastjóri fékk stjórnina til að veita varaformanni samtakanna umboð til að skrifa undir slíkan ráðningarsamning við mig og einu afskipti mín af þeim samningi var þegar hann lá á borðinu fyrir framan mig og ég skrifaði undir hann“, segir Ólafur og hann bætir við að það sama gildi um bifreiðina sem hann hefur til afnota. Ólafur segir að fundargerðir stjórnar staðfesti að ásakanirnar séu rangar. „Ég er því miður bundinn trúnaði og get ekki sýnt þær.“Það ríkir ekki stuðningur við þig innan samtakanna, ætlar þú ekki að stíga til hliðar? „ Ég fells nú ekki á að það ríki ekki stuðningur við mig innan samtakanna þó það sé ágreiningur í stjórninni. Ég nýt mikils trausts samtakanna. Ég hlaut yfirburða kosningu á þinginu í október síðastliðnum og ég sæki mitt umboð til þingsins og félagsmanna en ekki til stjórnar. Ég myndi líta á það sem svik af minni hálfu ef ég færi að hlaupa frá borði núna,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12 Deilt um smáforrit, bíl og starfskjör Stjórnin mun koma saman á mánudag til að fara yfir stöðuna. Beðið er greiningar fjármálastjóra til að sjá hvaða áhrif ákvarðanir Ólafs munu hafa á fjárhag samtakanna. 20. maí 2017 07:00 Sögðu formanni Neytendasamtakanna upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi við Ólaf Arnarson, formann samtakanna sem starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en fyrr í dag bárust fregnir af því að stjórnin hefði lýst yfir vantrausti á Ólaf þann 6. maí síðastliðinn. 19. maí 2017 19:56 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12
Deilt um smáforrit, bíl og starfskjör Stjórnin mun koma saman á mánudag til að fara yfir stöðuna. Beðið er greiningar fjármálastjóra til að sjá hvaða áhrif ákvarðanir Ólafs munu hafa á fjárhag samtakanna. 20. maí 2017 07:00
Sögðu formanni Neytendasamtakanna upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi við Ólaf Arnarson, formann samtakanna sem starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en fyrr í dag bárust fregnir af því að stjórnin hefði lýst yfir vantrausti á Ólaf þann 6. maí síðastliðinn. 19. maí 2017 19:56