„Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2017 12:11 Sigurður Ingi í pontu. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“ Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira