„Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2017 12:11 Sigurður Ingi í pontu. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“ Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira