Segir stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerð blygðunarlaust á börn á flótta Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2017 20:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. vísir/stefán Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20
Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00