Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt verður framhaldið í dag. Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun.
Ná þarf niðurstöðu í málið fyrir þinglok, sem áætluð eru í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa leika á því að tillaga Sigríðar Á. Andersen um þá 15 einstaklinga sem skipa skulu Landsrétt standist lög þar sem dómsmálaráðherrann leggur til að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið.
Nokkur fjöldi gesta kom fyrir nefndina í gær og kom Sigríður til að mynda tvisvar á fund nefndarinnar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, starfandi formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að nefndin muni leggja áherslu á að fara í gegnum allar hliðar málsins.
Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag

Tengdar fréttir

Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara
Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara.

Vill fresta skipan dómara við Landsrétt
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld.

Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar
Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd.

Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur
Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt.