Veitingakona í Austurstræti segir alla orðna brjálaða í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Sendibílarnir voru í röðum utan við Caruso og aðra staði í Austurstræti fyrir hádegi í gær. vísir/eyþór „Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00