Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2017 08:30 Bréf Nýherja hafa hækkað í virði um 58 prósent frá áramótum. Vísir/Vilhelm Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. Þetta er þriðja skráða fyrirtækið í Kauphöllinni þar sem sjóðir í stýringu Wellington Management komast á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa en fyrr á árinu eignuðust þeir talsverða eignarhluti í N1 og Símanum. Sjóðurinn Wellington Trust Company National Association, sem eignaðist hlut sinn í Nýherja núna í maímánuði, er þannig tólfti stærsti hluthafi félagsins en miðað við núverandi gengi bréfa Nýherja er hluturinn metinn á um 265 milljónir. Markaðsvirði Nýherja er um 14,9 milljarðar – aðeins Skeljungur er með lægra markaðsvirði af skráðum félögum í Kauphöllinni – en gengi bréfa upplýsingatæknifyrirtækisins hefur hækkað um liðlega 58 prósent frá áramótum. Tekjur Nýherja jukust um 20 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og námu um fjórum milljörðum. Það er ekki síst góður árangur í hugbúnaðartengdri starfsemi Nýherja, meðal annars hjá dótturfélaginu Tempo, sem hefur dregið vagninn í tekjuvextinum. Á árinu 2016 námu tekjur Tempo um 13 milljónum dala og jukust um 40 prósent á milli ára. Á fyrsta fjórðungi var tekjuaukningin 46 prósent. Nýherji skoðar nú þann möguleika að selja meirihluta hlutafjár í Tempo. Fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum námu 19 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. Þetta er þriðja skráða fyrirtækið í Kauphöllinni þar sem sjóðir í stýringu Wellington Management komast á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa en fyrr á árinu eignuðust þeir talsverða eignarhluti í N1 og Símanum. Sjóðurinn Wellington Trust Company National Association, sem eignaðist hlut sinn í Nýherja núna í maímánuði, er þannig tólfti stærsti hluthafi félagsins en miðað við núverandi gengi bréfa Nýherja er hluturinn metinn á um 265 milljónir. Markaðsvirði Nýherja er um 14,9 milljarðar – aðeins Skeljungur er með lægra markaðsvirði af skráðum félögum í Kauphöllinni – en gengi bréfa upplýsingatæknifyrirtækisins hefur hækkað um liðlega 58 prósent frá áramótum. Tekjur Nýherja jukust um 20 prósent á fyrsta fjórðungi ársins og námu um fjórum milljörðum. Það er ekki síst góður árangur í hugbúnaðartengdri starfsemi Nýherja, meðal annars hjá dótturfélaginu Tempo, sem hefur dregið vagninn í tekjuvextinum. Á árinu 2016 námu tekjur Tempo um 13 milljónum dala og jukust um 40 prósent á milli ára. Á fyrsta fjórðungi var tekjuaukningin 46 prósent. Nýherji skoðar nú þann möguleika að selja meirihluta hlutafjár í Tempo. Fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum námu 19 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira