Óska eftir tilboðum í allt hlutafé Cintamani Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 31. maí 2017 07:30 Cintamani rekur sex verslanir hér á landi. Vísir/Anton Brink Eigendur Cintamani kanna samkvæmt heimildum Markaðarins mögulega sölu á öllu hlutafé íslenska fataframleiðandans og hafa þeir fengið sænska fjármálafyrirtækið Beringer Finance til að sjá um samskipti við valinn hóp fjárfesta. Stutt fjárfestakynning (e. teaser) var send út fyrir skemmstu og fjárfestum gefinn frestur til júníloka til að skila inn óskuldbindandi tilboðum. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani, segir formlegt söluferli ekki hafið og að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort fyrirtækið verði boðið til sölu. Beringer hafi verið fengið til að meta næstu skref eftir að eigendum fataframleiðandans hafi borist tilboð í fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum. „Eigendum félagsins barst tilboð fyrir nokkrum mánuðum og uppfrá því leituðu þeir til Beringer til að gera ákveðna kostagreiningu. Það er hvaða kostir eru í stöðunni eftir að tilboðið barst og hvað sé rétta skrefið í stöðunni. Fyrirtækið er því ekki í eiginlegu söluferli því eigendurnir eru alveg eins líklegir til að stíga önnur skref ef niðurstaða Beringer verður á þá leið,“ segir Einar Karl. „Við höfum verið í gríðarlega mikilli uppbyggingu á félaginu innanfrá undanfarna fjórtán mánuði. Við skynjum árangur þess og því þótti mér áhugavert að við fengum tilboð í fyrirtækið sem var ekki svarað á annan hátt en að menn fóru í þessa vinnu með Beringer.“ Cintamani er í eigu Kristins Más Gunnarssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, og Frumtaks slhf. Kristinn á 70 prósenta hlut en Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex lífeyrissjóða og stóru viðskiptabankanna þriggja. Heimildir Markaðarins herma að í fjárfestakynningunni hafi áætlaðar tekjur Cintamani á þessu ári verið gefnar upp. Þær eigi að nema um 1.100 milljónum króna og gert sé ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) muni nema um 145 milljónum króna. Fataframleiðandinn var rekinn með tæplega 30 milljóna króna hagnaði árið 2015 samkvæmt síðasta birta ársreikningi hans. Afkoman þá var mun betri en árið á undan þegar reksturinn skilaði 3,7 milljóna hagnaði. Aðalstarfsemi Cintamani er fólgin í hönnun, framleiðslu og sölu á útivistarfatnaði og rekur fyrirtækið sex verslanir hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Eigendur Cintamani kanna samkvæmt heimildum Markaðarins mögulega sölu á öllu hlutafé íslenska fataframleiðandans og hafa þeir fengið sænska fjármálafyrirtækið Beringer Finance til að sjá um samskipti við valinn hóp fjárfesta. Stutt fjárfestakynning (e. teaser) var send út fyrir skemmstu og fjárfestum gefinn frestur til júníloka til að skila inn óskuldbindandi tilboðum. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani, segir formlegt söluferli ekki hafið og að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort fyrirtækið verði boðið til sölu. Beringer hafi verið fengið til að meta næstu skref eftir að eigendum fataframleiðandans hafi borist tilboð í fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum. „Eigendum félagsins barst tilboð fyrir nokkrum mánuðum og uppfrá því leituðu þeir til Beringer til að gera ákveðna kostagreiningu. Það er hvaða kostir eru í stöðunni eftir að tilboðið barst og hvað sé rétta skrefið í stöðunni. Fyrirtækið er því ekki í eiginlegu söluferli því eigendurnir eru alveg eins líklegir til að stíga önnur skref ef niðurstaða Beringer verður á þá leið,“ segir Einar Karl. „Við höfum verið í gríðarlega mikilli uppbyggingu á félaginu innanfrá undanfarna fjórtán mánuði. Við skynjum árangur þess og því þótti mér áhugavert að við fengum tilboð í fyrirtækið sem var ekki svarað á annan hátt en að menn fóru í þessa vinnu með Beringer.“ Cintamani er í eigu Kristins Más Gunnarssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, og Frumtaks slhf. Kristinn á 70 prósenta hlut en Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex lífeyrissjóða og stóru viðskiptabankanna þriggja. Heimildir Markaðarins herma að í fjárfestakynningunni hafi áætlaðar tekjur Cintamani á þessu ári verið gefnar upp. Þær eigi að nema um 1.100 milljónum króna og gert sé ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) muni nema um 145 milljónum króna. Fataframleiðandinn var rekinn með tæplega 30 milljóna króna hagnaði árið 2015 samkvæmt síðasta birta ársreikningi hans. Afkoman þá var mun betri en árið á undan þegar reksturinn skilaði 3,7 milljóna hagnaði. Aðalstarfsemi Cintamani er fólgin í hönnun, framleiðslu og sölu á útivistarfatnaði og rekur fyrirtækið sex verslanir hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira