Ekkja Jóhannesar í Bónus til starfa hjá Costco Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2017 14:49 Guðrún Þórsdóttir hefur nú gengið til liðs við Costco en flest virðist ganga stórversluninni þeirri í hag; opnun búðarinnar hefur gengið vonum framar. Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010. Costco Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010.
Costco Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira