Í eldhúsi Evu: Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum Eva Laufey skrifar 9. júní 2017 21:00 Þessar brúskettur eru fullkomið sumarsnarl Vísir/Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað. Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað.
Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira