Píratar segja dómaramálinu langt í frá lokið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 20:00 Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26