Skilaboð frá Frey þjálfara til stelpnanna okkar: Munu þá hreinsa úr ykkur tanngarðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 08:45 Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttu um boltann í leiknum á móti Hollandi í apríl. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið mætir Írlandi í vináttuleik í kvöld og það er morgunljóst að Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, heimtar miklu betri leik en á móti Hollandi á dögunum þegar Ísland tapaði 4-0. Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir sagði frá skilaboðunum sem stelpurnar fengu frá Frey þjálfara í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég held að Freysi [Freyr Alexandersson, þjálfari] hafi orðað þetta vel á fundi í gær þegar hann sagði að ef við mættum til leiks eins og við gerðum gegn Hollandi þá mundu Írarnir „hreinsa úr okkur tanngarðinn“,“ sagði Hallbera í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Íslenska landsliðið er fjórtán sætum ofar en það írska á styrkleikalista FIFA og á því góða möguleika á því að komast aftur á sigurbraut eftir skellinn í Hollandi á dögunum. „Þær írsku eru ekta grjótharðar píur úr breska boltanum og ef við ætlum að mæta með hálfum huga þá verður okkur refsað. Það er gott fyrir okkur að fá núna hörkuleik, því Hollandsleikurinn situr svolítið í okkur. Það er mikilvægt að bæta upp fyrir hann. Við fórum vel yfir hann, spiluðum þar langt undir getu, og þurfum að bæta fyrir það, aðallega gagnvart okkur sjálfum,“ sagði Hallbera í fyrrnefndu viðtali. Hallbera Guðný Gísladóttir mun leika sinn 83. landsleik á móti Írum í Dublin í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að staðartíma eða klukkan 18.30 að íslenskum tíma. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Írlandi í vináttuleik í kvöld og það er morgunljóst að Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, heimtar miklu betri leik en á móti Hollandi á dögunum þegar Ísland tapaði 4-0. Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir sagði frá skilaboðunum sem stelpurnar fengu frá Frey þjálfara í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég held að Freysi [Freyr Alexandersson, þjálfari] hafi orðað þetta vel á fundi í gær þegar hann sagði að ef við mættum til leiks eins og við gerðum gegn Hollandi þá mundu Írarnir „hreinsa úr okkur tanngarðinn“,“ sagði Hallbera í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Íslenska landsliðið er fjórtán sætum ofar en það írska á styrkleikalista FIFA og á því góða möguleika á því að komast aftur á sigurbraut eftir skellinn í Hollandi á dögunum. „Þær írsku eru ekta grjótharðar píur úr breska boltanum og ef við ætlum að mæta með hálfum huga þá verður okkur refsað. Það er gott fyrir okkur að fá núna hörkuleik, því Hollandsleikurinn situr svolítið í okkur. Það er mikilvægt að bæta upp fyrir hann. Við fórum vel yfir hann, spiluðum þar langt undir getu, og þurfum að bæta fyrir það, aðallega gagnvart okkur sjálfum,“ sagði Hallbera í fyrrnefndu viðtali. Hallbera Guðný Gísladóttir mun leika sinn 83. landsleik á móti Írum í Dublin í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að staðartíma eða klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira