Kjöreign fasteignasala er með þrjátíu fermetra stórglæsileg sumarhús til sölu sem bera einfaldlega nafnið Norðurljósahús. Þau eru hönnuð þannig að maður á ekki að geta misst af norðurljósunum.
Um er að ræða kúlulaga sumarhús á steyptum sökkulveggjum upp í eins metra hæð með glerhjúp úr tvöföldu öryggisgleri og álprófílum. Húsin eru framleidd erlendis og sér söluaðili um uppsetningu húsanna þegar búið er að gera tilheyrandi lóð byggingarhæfa og teikningar hafa verið samþykktar.
Eigandi sér um allar tengingar s.s. rotþró og heimtaugar. Stærð húsanna er 30 fm.
Það tekur 12 vikur að fá húsin afhend eða frá því að samþykktar bygginganefndateikningar hafa verið samþykktar. Kaupverðið er 14,9 milljónir.
Á fasteignavef Vísis má kynna sér málið enn betur.
Stórbrotin norðurljósahús til sölu á Selfossi
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann
Tíska og hönnun



Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025
Lífið samstarf
