KR-ingar vildu fá víti þegar liðið mætti Grindavík í Pepsi-deild karla í gærkvöldi en atvikið var tekið fyrir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport.
Kennie Chopart fellur þá í teignum eftir viðskipti við Björn Berg Bryde en dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson, dæmdi ekkert.
Það gerði hann ekki heldur þegar varnarmaður Grindavíkur fékk boltann í sig en stuðningsmenn KR vildu meina að hann hefði handleikið boltann.
Ívar Orri dæmdi hins vegar vítaspyrnu undir lok leiksins á KR-inga en úr henni skoraði Andri Rúnar Bjarnason sigurmark leiksins.
„Ég sá ekkert á þetta,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti gærkvöldsins. Lesendur geta dæmt um það sjálfir með því að skoða myndbandið hér fyrir ofan.
Pepsi-mörkin: Átti KR að fá víti?
Tengdar fréttir

Uppbótartíminn: FH komið í gang en hvað er í gangi hjá KR? | Myndbönd
Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp sjöttu umferðina í Pepsi-deildinni á léttum og gagnrýnum nótum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 0-1 | Sjóðheitur Andri Rúnar tryggði Grindvíkingum sigur á KR
Umdeild vítaspyrna réði úrslitum í kvöld en Grindvíkingum er líklega alveg sama.