„Starfsmaður í þjálfun“ talaði lengst allra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 grafík/guðmundur snær Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira