Íslenski boltinn

Óli Jó: Ljótt en tókst þó

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólafur Jóhannesson var sáttur með stigið en ekki með leik sinna manna.
Ólafur Jóhannesson var sáttur með stigið en ekki með leik sinna manna. vísir/hanna
„Við spiluðum ekki góðan leik í dag,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hann bætti því við að hann væri mjög ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk en það væri í raun það eina góða sem hægt væri að segja.

„Ég veit ekki hvað þetta var, hvort þetta var vanmat eða ekki. Það gerist oft í fótboltaleikjum að þegar menn skora svona snemma þá halda menn að leikurinn sé bara kominn, slaka á og lenda í basli. Það gerðist kannski hjá okkur í dag.“

Leikurinn í dag var þriðji leikur Vals í vikunni en liðið tapaði fyrri tveimur leikjunum. Varamennirnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Kristinn Ingi Halldórson sáu um að klára leikinn í dag en Ólafi fannst ekki tímabært að ræða hvort það væru einhverjar breytingar í kortunum.

„Þessi leikur var nú bara að klárast þannig ég held það sé ekki tímabært að tala um næsta leik. Þú verður að gefa mér smá tíma,“ sagði þjálfarinn. „Frábært samt að vinna þennan leik. Við ætluðum að vinna hann og það tókst. Þótt það hafi verið basl og jafnvel frekar ljótt þá tókst það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×