Kallaði árásarmennina hugleysingja og grýtti þá með flöskum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 18:00 Lögregla brást afar fljótt við og var fjölmennt lið lögreglu mætt á svæðið mínútum eftir að útkallið barst. Vísir/afp Lundúnabúar sem staddir voru í miðri hryðjuverkaárás í miðbæ Lundúna í gær brugðust margir hverjir við með því að kasta lausum hlutum í árásarmennina til þess að reyna að hefta för þeirra. Reuters greinir frá.Árásarmennirnir þrír gengu um á milli veitingastaða í Borough Market, eftir að þeir höfðu keyrt á hóp gangandi vegfarenda á London Bridge sem er í næsta nágrenni. Voru þeir vopnaðir hnífum og virðast þeir hafa ráðist á fólk af handahófi áður en þeir voru skotnir til bana af lögreglumönnum, aðeins átta mínútum eftir að fyrsta útkall barst. Áður en lögregla mætti á svæðið voru það þó gestir veitingahúsa og bara í Borough Market sem brugðust fyst við. Í samtali við Sky News sagði Gerard Vowles, sem staddur var á svæðinu að hann hafi haldið að verið væri að grínast þegar einhver kallaði „ég hef verið stunginn“ Hann hafi þá litið upp og séð árásarmennina stinga mann og konu. Þegar þeir yfirgáfu svæðið kallaði Vowles á eftir þeim: „Hey, hugleysingjar“ Hann hafi síðan reynt að ná athygli þeirra með því að kasta stólum og flöskum í þá í von um að þeir myndi elta sig. „Ég hugsaði að ef ég gæti komið þeim út á götu gæti lögreglan stoppað þá,“ sagði Vowles. Þá hafa lögregluyfirvöld hrósað lögreglumanni sem særðist í árásinni. Var hann aðeins vopnaður lögreglukylfu en tókst samt sem áður við árásarmennina áður en aðrir lögreglumenn yfirbuguðu þá. Lögregla hefur borið kennsl á árásarmennina þrjá. Þá hefur verið staðfest að sjö létust í árásinni og minnst 48 eru særðir. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sadiq Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. 4. júní 2017 13:15 21 alvarlega særður eftir árásina í London Tólf manns hafa verið handteknir í Barking, austur af bresku höfuðborginni, í kjölfar húsleitar í íbúð eins árásarmannanna. 4. júní 2017 15:17 Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. 4. júní 2017 03:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Lundúnabúar sem staddir voru í miðri hryðjuverkaárás í miðbæ Lundúna í gær brugðust margir hverjir við með því að kasta lausum hlutum í árásarmennina til þess að reyna að hefta för þeirra. Reuters greinir frá.Árásarmennirnir þrír gengu um á milli veitingastaða í Borough Market, eftir að þeir höfðu keyrt á hóp gangandi vegfarenda á London Bridge sem er í næsta nágrenni. Voru þeir vopnaðir hnífum og virðast þeir hafa ráðist á fólk af handahófi áður en þeir voru skotnir til bana af lögreglumönnum, aðeins átta mínútum eftir að fyrsta útkall barst. Áður en lögregla mætti á svæðið voru það þó gestir veitingahúsa og bara í Borough Market sem brugðust fyst við. Í samtali við Sky News sagði Gerard Vowles, sem staddur var á svæðinu að hann hafi haldið að verið væri að grínast þegar einhver kallaði „ég hef verið stunginn“ Hann hafi þá litið upp og séð árásarmennina stinga mann og konu. Þegar þeir yfirgáfu svæðið kallaði Vowles á eftir þeim: „Hey, hugleysingjar“ Hann hafi síðan reynt að ná athygli þeirra með því að kasta stólum og flöskum í þá í von um að þeir myndi elta sig. „Ég hugsaði að ef ég gæti komið þeim út á götu gæti lögreglan stoppað þá,“ sagði Vowles. Þá hafa lögregluyfirvöld hrósað lögreglumanni sem særðist í árásinni. Var hann aðeins vopnaður lögreglukylfu en tókst samt sem áður við árásarmennina áður en aðrir lögreglumenn yfirbuguðu þá. Lögregla hefur borið kennsl á árásarmennina þrjá. Þá hefur verið staðfest að sjö létust í árásinni og minnst 48 eru særðir.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sadiq Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. 4. júní 2017 13:15 21 alvarlega særður eftir árásina í London Tólf manns hafa verið handteknir í Barking, austur af bresku höfuðborginni, í kjölfar húsleitar í íbúð eins árásarmannanna. 4. júní 2017 15:17 Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. 4. júní 2017 03:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sadiq Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. 4. júní 2017 13:15
21 alvarlega særður eftir árásina í London Tólf manns hafa verið handteknir í Barking, austur af bresku höfuðborginni, í kjölfar húsleitar í íbúð eins árásarmannanna. 4. júní 2017 15:17
Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. 4. júní 2017 03:00