Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 13:15 Sadiq Khan er borgarstjóri London. Vísir/afp Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40