ÍR vann ótrúlegan sigur á Þór Ak., 2-1, í Mjóddinni í 5. umferð Inkasso-deildarinnar í dag.
Staðan var markalaus fram á 86. mínútu þegar Sveinn Elías Jónsson kom Þórsurum yfir og staða þeirra því orðin vænleg.
ÍR-ingar lögðu ekki árar í bátar og á lokamínútunni jafnaði Viktor Örn Guðmundsson metin með þrumufleyg fyrir utan teig.
Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sergine Modou Fall svo sigurmark ÍR-inga. Lokatölur 2-1, ÍR í vil.
Þetta var fyrsti sigur Breiðhyltinga í sumar og með honum komust þeir upp úr fallsæti. Þór er hins vegar í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Ævintýralegur sigur ÍR sem er komið upp úr fallsæti

Tengdar fréttir

Þróttur skaust á toppinn
Þróttarar eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar eftir flottan 2-0 sigur á Keflavík í kvöld.

Bubalo kramdi hjörtu Leiknismanna
Fram lyfti sér upp í 2. sæti Inkasso-deildarinnar með dramatískum 1-2 sigri á Leikni F. fyrir austan í dag.