Íslenski boltinn

Teigurinn: Leikmaður og þjálfari mánaðarins koma úr Stjörnunni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Páll er þjálfari mánaðarins hjá Teignum.
Rúnar Páll er þjálfari mánaðarins hjá Teignum. vísir/eyþór
Það var verðlaunahátíð í Teignum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Þar var lið mánaðarins opinberað, sem og leikmaður og þjálfari mánaðarins.

Stjarnan á leikmann og þjálfara mánaðarins og fjóra leikmenn í liði mánaðarins.

Stjörnumaðurinn Jósef Kristinn Jósefsson var valinn leikmaður mánaðarins en hann skoraði eitt mark og gaf fjórar stoðsendingar í fyrstu fimm umferðunum Pepsi-deildarinnar.

Þjálfari Jósefs Kristins, Rúnar Páll Sigmundsson, var valinn þjálfari mánaðarins. Stjarnan vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum og gerði eitt jafntefli. Garðbæingar sitja á toppi Pepsi-deildarinnar og eru eina ósigraða lið hennar.

Jósef Kristinn er að sjálfsögðu í liði mánaðarins ásamt samherjum sínum Daníel Laxdal, Alex Þór Haukssyni og Hilmari Árna Halldórssyni.

Grindavík, Valur og KA eiga tvo fulltrúa hver og FH einn.

Lið mánaðarins er þannig skipað:

Markvörður:

Kristijan Jajalo (GrindavíK)

Vörn:

Almarr Ormarsson (KA)

Guðmann Þórisson (KA)

Daníel Laxdal (Stjarnan)

Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)

Miðja:

Dion Acoff (Valur)

Alex Þór Hauksson (Stjarnan)

Einar Karl Ingvarsson (Valur)

Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)

Sókn:

Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)

Steven Lennon (FH)

Leikmaður mánaðarins
Þjálfari mánaðarins
Lið mánaðarins

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×