Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. júní 2017 09:00 Jose Aldo og Max Holloway í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. Jose Aldo var fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC þangað til Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum. Á meðan fjaðurvigtarmeistarinn Conor barðist í öðrum flokkum ákvað UFC til að gera bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Þann titil vann Jose Aldo síðasta sumar eftir sigur á Frankie Edgar. Undarleg atburðarrás fór svo í gang þegar aðalbardaginn á UFC 206 féll niður vegna meiðsla. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway var gerður að aðalbardaga kvöldsins á UFC 206 og allt í einu bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni í húfi. Á sama tíma var Conor McGregor svo sviptur fjaðurvigtartitlinum sínum og Jose Aldo gerður að „alvöru meistaranum“. Max Holloway sigraði síðan Anthony Pettis í desember og varð því bráðabirgðarmeistarinn í fjaðurvigt. Eftir alla þessa ringulreið og misgáfulega bráðabirgðartitla verður aftur komin ákveðin ró í fjaðurvigtina í nótt. Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu þá sameina beltin í aðalbardaga kvöldsins. Sigri Jose Aldo má segja að fjaðurvigtin sé aftur komin á sama stað og flokkurinn var á fyrir tíma Conor McGregor - Jose Aldo ríkjandi meistari og engin augljós ógn framundan fyrir hann. Sigur gegn Holloway gæti að vissu leyti verið nýtt upphaf fyrir Aldo. Tími til að loka þessum Conor McGregor kafla þar sem Aldo verður aftur kóngurinn í fjaðurvigtinni. Jose Aldo og heimurinn mun þó seint gleyma 13 sekúndna rothögginu gegn Conor McGregor. Aldo vill ekkert heitar en að fá tækifæri á hefnd gegn Conor McGregor. Það er þó afar ólíklegt sem stendur og hefur Aldo sagt að hann sé ekki bjartsýnn á mæta Conor aftur. Bardagaheimurinn er grimmur enda hefur arfleifð Jose Aldo fallið í skuggann á tapinu gegn Conor. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að minna alla á að hann sé ennþá sá besti í fjaðurvigtinni með sigri gegn Max Holloway í kvöld. Það verður langt í frá auðvelt enda er Holloway á ótrúlegri tíu bardaga sigurgöngu í UFC. Frá því Holloway tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013 hefur hann unnið tíu bardaga í röð. Tveggja stafa sigurganga í UFC er sjaldgæf sjón enda er þetta sjötta lengsta sigurganga í sögu UFC. Holloway kom ungur að árum í UFC, með aðeins fjóra bardaga að baki og hefur þróast og orðið að þeim manni sem hann er í dag á stóra sviðinu. Með sigri á Jose Aldo fullkomnar hann ótrúlegan uppgang í UFC. Skuggi Conor McGregor hefur hvílt yfir fjaðurvigtinni undanfarin ár. Nú er hann hins vegar ríkjandi léttvigtarmeistari UFC, mun líklegast aldrei keppa í fjaðurvigt UFC aftur og er auðvitað upptekinn við að eltast við boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Jose Aldo og Max Holloway virðast báðir hafa gefist upp á að fá annað tækifæri gegn Conor og horfa fram á veginn. Fjaðurvigtin mun því halda áfram án Conor McGregor í nótt þegar þeir Jose Aldo og Max Holloway mætast. UFC 212 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. Jose Aldo var fyrsti og eini fjaðurvigtarmeistari UFC þangað til Conor McGregor rotaði hann á 13 sekúndum. Á meðan fjaðurvigtarmeistarinn Conor barðist í öðrum flokkum ákvað UFC til að gera bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Þann titil vann Jose Aldo síðasta sumar eftir sigur á Frankie Edgar. Undarleg atburðarrás fór svo í gang þegar aðalbardaginn á UFC 206 féll niður vegna meiðsla. Bardagi Anthony Pettis og Max Holloway var gerður að aðalbardaga kvöldsins á UFC 206 og allt í einu bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni í húfi. Á sama tíma var Conor McGregor svo sviptur fjaðurvigtartitlinum sínum og Jose Aldo gerður að „alvöru meistaranum“. Max Holloway sigraði síðan Anthony Pettis í desember og varð því bráðabirgðarmeistarinn í fjaðurvigt. Eftir alla þessa ringulreið og misgáfulega bráðabirgðartitla verður aftur komin ákveðin ró í fjaðurvigtina í nótt. Þeir Jose Aldo og Max Holloway munu þá sameina beltin í aðalbardaga kvöldsins. Sigri Jose Aldo má segja að fjaðurvigtin sé aftur komin á sama stað og flokkurinn var á fyrir tíma Conor McGregor - Jose Aldo ríkjandi meistari og engin augljós ógn framundan fyrir hann. Sigur gegn Holloway gæti að vissu leyti verið nýtt upphaf fyrir Aldo. Tími til að loka þessum Conor McGregor kafla þar sem Aldo verður aftur kóngurinn í fjaðurvigtinni. Jose Aldo og heimurinn mun þó seint gleyma 13 sekúndna rothögginu gegn Conor McGregor. Aldo vill ekkert heitar en að fá tækifæri á hefnd gegn Conor McGregor. Það er þó afar ólíklegt sem stendur og hefur Aldo sagt að hann sé ekki bjartsýnn á mæta Conor aftur. Bardagaheimurinn er grimmur enda hefur arfleifð Jose Aldo fallið í skuggann á tapinu gegn Conor. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að minna alla á að hann sé ennþá sá besti í fjaðurvigtinni með sigri gegn Max Holloway í kvöld. Það verður langt í frá auðvelt enda er Holloway á ótrúlegri tíu bardaga sigurgöngu í UFC. Frá því Holloway tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013 hefur hann unnið tíu bardaga í röð. Tveggja stafa sigurganga í UFC er sjaldgæf sjón enda er þetta sjötta lengsta sigurganga í sögu UFC. Holloway kom ungur að árum í UFC, með aðeins fjóra bardaga að baki og hefur þróast og orðið að þeim manni sem hann er í dag á stóra sviðinu. Með sigri á Jose Aldo fullkomnar hann ótrúlegan uppgang í UFC. Skuggi Conor McGregor hefur hvílt yfir fjaðurvigtinni undanfarin ár. Nú er hann hins vegar ríkjandi léttvigtarmeistari UFC, mun líklegast aldrei keppa í fjaðurvigt UFC aftur og er auðvitað upptekinn við að eltast við boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Jose Aldo og Max Holloway virðast báðir hafa gefist upp á að fá annað tækifæri gegn Conor og horfa fram á veginn. Fjaðurvigtin mun því halda áfram án Conor McGregor í nótt þegar þeir Jose Aldo og Max Holloway mætast. UFC 212 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15
Vita allir að ég mun aldrei berjast aftur við Conor Eftir rúma viku mun Brasilíumaðurinn Jose Aldo berjast við Max Holloway um titilinn í fjaðurvigt UFC. Titilinn sem var tekinn af Conor McGregor. 26. maí 2017 18:45