Fasteignamat á Húsavík hækkar um 42,2 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 12:00 Vísir/pjetur Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira