Enski boltinn

Beitir Ólafsson kominn í KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Beitir Ólafsson er kominn í KR.
Beitir Ólafsson er kominn í KR. vísir/ernir
Markvörðurinn Beitir Ólafsson hefur fengið leikheimild með KR og er því klár í slaginn með liðinu í leikinn á móti Grindavík í Pepsi-deild karla á mánudagskvöldið.

KR óskaði eftir undanþágu hjá KSÍ til að bæta við sig markverði þegar Stefán Logi Magnússon og Sindri Snær Jensson meiddust en annar af tveimur markvörðum 2. flokks félagsins er einnig meiddur.

Jakob Eggertsson kom inn á fyrir Sindra Snæ í bikarleiknum á móti ÍR á miðvikudagskvöldið og reyndist hetja liðsins þegar hann varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppninni er KR skreið áfram í átta liða úrslitin.

Beitir æfði með KR í gær og getur staðið í markinu á móti Grindavík kjósi Willum Þór Þórsson að nota hann frekar en Jakob.

Beitir Ólafsson er þrítugur uppalinn HK-ingur sem spilaði með Keflavík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið án liðs og ekki spilað meistaraflokksbolta síðan í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×