Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Frumvarpið var lagt fram af Birgittu Jónsdóttur, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy auk sjö annarra þingmanna vísir/Ernir Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira