Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Frumvarpið var lagt fram af Birgittu Jónsdóttur, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy auk sjö annarra þingmanna vísir/Ernir Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjaldfrjálsan aðgang almennings að ársreikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um ársreikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af greinargerð þess mætti ráða að þingflokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækjaskrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikningaskrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hlutafélagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um frumvarpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinargerð þess var einnig bent á að upplýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Samþykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira