Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins aukin að raungildi um 900 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 19:24 Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon. Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon.
Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent