„Þetta á að rannsaka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 12:18 Jón Þór Ólafsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn með vantraustsyfirlýsingu á dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðum á Alþingi í dag um tillögur Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Hann vill að málinu verði vísað aftur til ráðherra til frekari rökstuðnings og gagnrýnir meirihlutann fyrir að ætla að keyra málið í gegnum þingið til þess eins að ná að klára starfsáætlun fyrir sumarfrí. „Við þurftum að hóta málþófi hérna í gær til að fá þetta á dagskrá hérna í dagsbirtu. Forseti Alþingis þurfti að beygja sig undir það að ná ekki sínum markmiðum að klára starfsáætlun,“ sagði Jón Þór. Það muni hvorki auka traust á dómskerfið né stjórnkerfið. „Þetta er gríðarleg vantraustsyfirlýsing á dómskerfi landsins. Það virðist vera alveg ljóst að það á að keyra þetta í gegn. En þá er þingið ekkert búið. Þingið hefur heimildir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur heimildir til þess að kanna ákvarðanir og verklag ráðherra sem eftirlitshlutverk Alþingis.“ Þingið kom saman klukkan ellefu í morgun og freistar þess að afgreiða skipan dómaranna í dag. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar varðandi málið. Hann minnti þingheim á að þetta væri í fyrsta sinn sem Alþingi kýs dómara og því væri um sögulega stund að ræða. Þá sagði hann meirihlutann telja að Sigríður hafi fylgt lögum með skipan dómaranna enda geri lögin beinlínis ráð fyrir því að ráðherra megi bregða frá tillögum hæfnisnefndarinnar. „Þetta skiptir máli í umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar til þess að undirstrika að lögin gera beinlínis ráð fyrir þeim möguleika að ráðherra víki í einhverjum tilvikum frá niðurstöðu dómnefndarinnar en í opinberri umræðu hefur því stundum verið fleygt að ráðherra sé með einhverjum hætti bundinn fortakslaust af niðurstöðu dómnefndarinnar,“ sagði Birgir, og lagði í framhaldinu til að Alþingi samþykki tillöguna.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. 1. júní 2017 07:00