Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 08:56 Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir með gullverðlaun sín. Mynd/ÍSÍ Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason. Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00