Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 09:18 Skjáskot úr öryggismyndavél sem birt er í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og sýnir flugvélina skömmu áður en hún brotlenti. Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent