Víkingar úr Reykjavík spreyttu sig í sjöttu umferð hornspyrnukeppni Teigsins sem var á dagskrá á Stöð 2 Sport HD í kvöld eins og öll önnur föstudagskvöld.
Fossvogsliðið bauð ekki upp á mikil tilþrif ef undan er skilin framherjinn Ivica Jovanovic sem bjargaði liðinu frá botnsætinu í keppninni.
Ívar Örn Jónsson, einn besti spyrnumaður deildarinnar, vill vafalítið gleyma sinni frammistöðu sem fyrst og þá var frammistaða Vladimirs Tufegdzic ekki til útflutnings. Saman náðu þeir aðeins einu stigi.
Víkinga í hornspyrnukeppni Teigsins má sjá hér að ofan.
Teigurinn: Jovanovic bjargaði Víkingum frá júmbósætinu | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti



„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn

