Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 22:58 Repúblikaninn er ekki sáttur við Barack Obama. Vísir/EPA Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“