Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 18:28 Jökull á sviði með Kaleo fyrr á árinu. vísir/getty Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. Þá er búið að fresta þremur tónleikum til viðbótar en þetta er gert samkvæmt læknisráði og til að minnka álag en á Facebook-síðu hljómsveitarinnar segir að greining læknisins á veikindum Jökuls hafi verið ófyrirséð. Tónleikarnir sem sveitin hefur aflýst áttu að fara fram á tímabilinu 28. júní til 20. ágúst, meðal annars á tónlistarhátíðinni Rock Werchter í Hollandi,í Orlando í Bandaríkjunum, í París í Frakklandi og í Tókýó í Japan. Álag og streita vegna stanslausra tónleikaferðalaga líklega ástæða veikindanna„Það sem ég get sagt er að ég hef það gott,“ segir Jökull í samtali við Vísi aðspurður um veikindi sín. Hann kveðst hafa verið í rannsóknum hjá lækni en að líklega megi rekja þetta til álags og streitu vegna stanslausra tónleikaferðalaga undanfarin ár. „Við höfum verið að spila um 300 daga á ári síðustu ár og því lítill tími til að hvílast,“ segir Jökull. Hljómsveitin mun spila eins mikið og mögulegt er í sumar. „Svo erum við með okkar „Kaleo Express“-túr í haust um allan heim svo það er nóg framundan. Ég er líka á fullu að einbeita mér að því að klára nýja tónlist fyrir næstu plötu. Svo gefst vonandi tækifæri til að koma eitthvað meira heim til Íslands í sumar og hlaða batteríin,“ segir Jökull. Kaleo nýtur mikilla vinsælda um allan heim og plata þeirra A/B hefur selst afar vel. Þeir komu meðal annars fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í apríl og þá voru þeir valdir besta nýja rokkhljómsveitin síðasta árs af Billboard.Uppfært klukkan 19:40. Kaleo Tengdar fréttir Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband Jökull og félagar ómuðu í hátalarakerfinu í Dallas þegar Dirk Nowitzki skrifaði sig á aðra blaðsíðu í sögubók NBA-deildarinnar. 8. mars 2017 11:45 Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15 Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. Þá er búið að fresta þremur tónleikum til viðbótar en þetta er gert samkvæmt læknisráði og til að minnka álag en á Facebook-síðu hljómsveitarinnar segir að greining læknisins á veikindum Jökuls hafi verið ófyrirséð. Tónleikarnir sem sveitin hefur aflýst áttu að fara fram á tímabilinu 28. júní til 20. ágúst, meðal annars á tónlistarhátíðinni Rock Werchter í Hollandi,í Orlando í Bandaríkjunum, í París í Frakklandi og í Tókýó í Japan. Álag og streita vegna stanslausra tónleikaferðalaga líklega ástæða veikindanna„Það sem ég get sagt er að ég hef það gott,“ segir Jökull í samtali við Vísi aðspurður um veikindi sín. Hann kveðst hafa verið í rannsóknum hjá lækni en að líklega megi rekja þetta til álags og streitu vegna stanslausra tónleikaferðalaga undanfarin ár. „Við höfum verið að spila um 300 daga á ári síðustu ár og því lítill tími til að hvílast,“ segir Jökull. Hljómsveitin mun spila eins mikið og mögulegt er í sumar. „Svo erum við með okkar „Kaleo Express“-túr í haust um allan heim svo það er nóg framundan. Ég er líka á fullu að einbeita mér að því að klára nýja tónlist fyrir næstu plötu. Svo gefst vonandi tækifæri til að koma eitthvað meira heim til Íslands í sumar og hlaða batteríin,“ segir Jökull. Kaleo nýtur mikilla vinsælda um allan heim og plata þeirra A/B hefur selst afar vel. Þeir komu meðal annars fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í apríl og þá voru þeir valdir besta nýja rokkhljómsveitin síðasta árs af Billboard.Uppfært klukkan 19:40.
Kaleo Tengdar fréttir Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband Jökull og félagar ómuðu í hátalarakerfinu í Dallas þegar Dirk Nowitzki skrifaði sig á aðra blaðsíðu í sögubók NBA-deildarinnar. 8. mars 2017 11:45 Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15 Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband Jökull og félagar ómuðu í hátalarakerfinu í Dallas þegar Dirk Nowitzki skrifaði sig á aðra blaðsíðu í sögubók NBA-deildarinnar. 8. mars 2017 11:45
Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15
Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30