Grimmur húsbóndi Bubbi Morthens skrifar 15. júní 2017 16:15 Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun