Hjólafólk vill hjóla í atvinnubílstjóra Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:45 Gísli Ásgeirsson er meðal þess hjólafólks sem hefur minna en engan húmor fyrir hinum hráslagalegu ummælum og segir þetta viðhorf smitandi, fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“ Wow Cyclothon Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“
Wow Cyclothon Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira