Íris Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Advania á Íslandi. Hún mun hafa yfirumsjón með allri almennri starfsmannafræðslu, sérfræði- og stjórnendaþjálfun í fyrirtækinu auk þess að stýra þjálfun og fræðslu fyrir viðskiptavini Advania hérlendis.
Í tilkynningu frá Advania kemur fram að Íris hafi áður verið forstöðumaður markaðsmála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud (2014 til 2017) og verkefnastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Þekkingu (2013 til 2014).
„Þá sinnti hún mannauðs-, markaðsmálum og viðburðastjórnun hjá fjárfestingarfyrirtækinu Sorrento Asset Management og Northern Trust Corp. í Dublin á Írlandi. Íris lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá University College Dublin og diplómanámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Starfsmenn Advania á Íslandi eru sex hundruð talsins en alls starfa um þúsund manns hjá fyrirtækinu á tuttugu starfsstöðvum á Norðurlöndum.
Íris ráðin fræðslustjóri Advania
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Spotify liggur niðri
Neytendur


Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent


Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent



Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent
