Kerti sem koma skilaboðum til skila Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:00 Núna er hægt að koma út úr skápnum með því að kveikja á kerti. Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira