Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:57 Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, lét af formennsku í Sönnum Finnum um helgina. Vísir/AFP Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45