Gummi Ben 1 á 5 með strákunum okkar: „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2017 10:30 Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira