Eldri borgarar bíða í allt að ár eftir að komast að í dagvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2017 23:14 Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira