Guðni Th. minnist ananas-mannsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2017 15:41 Guðni vakti heimsathygli fyrir andúð sína á ananas sem álegg á flatbökum. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15