Fór á barinn eftir að hafa verið ekinn niður af strætó Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2017 15:18 Framrúðan brotin eftir áreksturinn og hinn heppni á flugi. Þetta hreint fáránlega myndskeið náðist af manni sem ekinn var niður af tveggja hæða strætó í Reading í Bretlandi á dögunum. Eins og í myndskeiðinu sést rennur hann heillanga vegalengd eftir að strætóinn ekur hann niður en stendur jafnóðum upp og virðist alheill og óslasaður, sem ótrúlegt má telja. Hann vindur sér síðan inn um næstu hurð í götunni, sem vildi svo til að var bar. Við áreksturinn sést að framrúða strætósins brotnar og er það til vitnis um þyngd höggsins. Það er vonandi að einhver þar inni hafi keypt fyrir hann einn göróttan til að jafna sig á þessari undarlegu reynslu sem virðist hafa orðið vegna ógætilegs aksturs strætóbílstjórans. Hann virðist sannarlega vera á allt of mikilli ferð er hann ekur manninn niður og rétt sleppur reyndar við að ná einnig niður ljósastaur. Þessi heppni maður virðist eiga 9 líf eins og kötturinn, en nú á hann kannski bara 8 eftir. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent
Þetta hreint fáránlega myndskeið náðist af manni sem ekinn var niður af tveggja hæða strætó í Reading í Bretlandi á dögunum. Eins og í myndskeiðinu sést rennur hann heillanga vegalengd eftir að strætóinn ekur hann niður en stendur jafnóðum upp og virðist alheill og óslasaður, sem ótrúlegt má telja. Hann vindur sér síðan inn um næstu hurð í götunni, sem vildi svo til að var bar. Við áreksturinn sést að framrúða strætósins brotnar og er það til vitnis um þyngd höggsins. Það er vonandi að einhver þar inni hafi keypt fyrir hann einn göróttan til að jafna sig á þessari undarlegu reynslu sem virðist hafa orðið vegna ógætilegs aksturs strætóbílstjórans. Hann virðist sannarlega vera á allt of mikilli ferð er hann ekur manninn niður og rétt sleppur reyndar við að ná einnig niður ljósastaur. Þessi heppni maður virðist eiga 9 líf eins og kötturinn, en nú á hann kannski bara 8 eftir.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent