Tóku heimilið í gegn á lygilega skömmum tíma Guðný Hrönn skrifar 28. júní 2017 09:30 Heimilið er gjörbeytt og það sést glögglega þegar "fyrir og eftir" myndir eru skoðaðar. Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar. Hús og heimili Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar.
Hús og heimili Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira