Logi er fullkominn fyrir þetta Víkingslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 06:00 Logi hefur hleypt nýju blóði í lið Víkinga. vísir/stefán Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira