Langfallegasti Gló-staðurinn er í Danmörku Guðný Hrönn skrifar 27. júní 2017 09:30 Solla hélt foropnun fyrir dönsku pressuna á dögunum og þá myndaðist mikil spenna. Mynd/Klix Kommunikation Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“ Matur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“
Matur Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira