Akureyringar skipta um nýjan reiðveg öðru sinni á stuttum tíma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Glerbrot og naglar voru í nýjum reiðvegi á Akureyri. vísir/sveinn Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Vinna er hafin við að skipta öðru sinni um jarðveg í glænýjum reiðvegi á Akureyri. Jarðvegur sá sem notaður var í upphafi reyndist ófullnægjandi. Vegurinn, sem liggur sunnan við golfvöll bæjarins, var lagður í vor. Snemma kom í ljós að efnið var mengað af alls konar úrgangi. Meðal annars mátti þar finna postulín, glerrusl og málma. Skipt var um efnið um leið. Nýja efni reyndist einnig ófullnægjandi. Fundir hafa farið fram vegna málsins allan mánuðinn og botn fékkst í það fyrir helgi í kjölfar þess að hestur fékk nagla í hófbotn. Niðurstaðan varð sú að skipta þurfti um jarðveg öðru sinni. „Við höfðum bent á hættuna á að þetta gæti gerst allan mánuðinn. Því miður þá fór þetta svona,“ segir Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Sigfús segir að knapar og fulltrúar Léttis hafi gert athugasemdir við veginn strax í upphafi. Reynt var að finna ódýrustu leiðina til að tækla vandann.Naglinn í hófbotni hestsins.„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við umhverfis- og mannvirkjaráð. Það sáu allir strax að eitthvað þurfti að gera en það voru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best. Við settum velferð knapa og hrossa ofar peningunum,“ segir Sigfús. Líkt og áður segir var vegurinn glænýr en hann var tekinn í notkun í lok maí. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar það uppgötvaðist hvernig efni fékkst í seinna skiptið. „Þetta var efni sem við fengum og hafði farið í meðhöndlun og átti að uppfylla alla staðla. Við töldum að það væri í lagi en annað kom í ljós,“ segir Ingibjörg. Meðal annarra möguleika sem kannaðir voru var að gá hvort unnt væri að ná ruslinu burt með því að fara með öflugan segul yfir veginn. Þar sem segullinn var bilaður var ekki unnt að nota hann. Því var ákveðið að fjarlægja efnið. „Við fengum efnið án kostnaðar og borguðum aðeins fyrir flutninginn á því. Kostnaðurinn felst í vinnunni við að fjarlægja það og að finna efni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til reiðvega,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Tengdar fréttir Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar. 1. júní 2017 07:00