Déjà vu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2017 07:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að íslensk stjórnvöld ættu að setja það í algjöran forgang að efla eftirlit með bankakerfinu. Sjóðurinn hefur áréttað þriggja ára gamla gagnrýni sína um að Fjármálaeftirlitið (FME) sé bitlaus stofnun og skorti sjálfstæði. Þetta kemur fram í úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi sem birtist 22. júní síðastliðinn. Þar er jafnframt gefið sterklega í skyn að FME ráði ekki við stór og viðamikil verkefni eins og athugun á kaupum erlendra vogunarsjóða á þriðjungshlut í Arion banka sem sé prófsteinn fyrir stofnunina. Eru þessi tilteknu viðskipti með bréf í Arion banka nefnd á nokkrum stöðum í úttektinni. Í haust verða níu ár frá banka- og gjaldeyrishruninu. Orsakir hrunsins voru samspil margra þátta. Bankarnir stækkuðu langt fram úr hófi með lántökum erlendis í skjóli góðs lánshæfis íslenska ríkisins. Árið 2008 voru efnahagsreikningar þeirra orðnir tólf sinnum landsframleiðsla Íslands sem var algjört einsdæmi í heiminum á þeim tíma. Þá voru bankarnir allt of áhættusæknir og lánuðu of háar fjárhæðir til eigenda sinna og fárra aðila sem tengdir voru innbyrðis. Efnahags- og rekstrarreikningar bankanna voru falsaðir til að gefa betri mynd af stöðu þeirra en hún raunverulega var. Þetta gátu þeir gert í skjóli vottorðs frá stórum erlendum endurskoðunarfyrirtækjum. Samhliða þessu brást svo opinbert eftirlit með bankakerfinu. FME var alltof fámenn stofnun fyrir hrunið. Starfsmannaveltan var mikil og starfsmönnum fjölgaði ekki samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum. Starfsmönnum FME var líka mætt af fullri hörku í bönkunum sem réðu til sín her sérfræðinga til að verjast öllum athugasemdum og fyrirspurnum stofnunarinnar. Fyrrverandi stjórnandi hjá FME lýsti þessu í smáatriðum í viðtali við Morgunblaðið 8. janúar 2009. Þá er þetta allt rakið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 12. apríl 2010. FME var stórkostlega vanrækt stofnun á sama tíma og bankabólan blés út af fullum krafti. Þess vegna eru athugasemdir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins núna árið 2017 svo óþægileg lesning. Hugtakið déjà vu er notað á alþjóðavísu til að lýsa þeirri upplifun að hafa orðið fyrir atburði áður eða séð stað áður án þess að kunna skýringu á því. Vandamálið við notkun déjà vu um þá atburði sem gerast fyrir augunum á okkur núna er auðvitað að við getum fullkomlega útskýrt að við séum að endurtaka sömu mistökin þegar kemur að eftirliti með bankakerfinu. Þetta er ekki eins og að fljóta sofandi að feigðarósi. Þetta er eins og að sleppa því að spenna á sig bílbelti og lenda svo viljandi í bílslysi, fullkomlega meðvitaður um hvað hafi gerst. Það er merkilegt í ljósi þeirra lærdóma sem Íslendingar telja sig hafa dregið af bankahruninu að ekki enn hefur verið farið í nauðsynlega endurskoðun á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi í þeim tilgangi að efla FME. Samt hefur forstjóri FME kallað eftir slíku í nokkur ár. Það er kannski kominn tími fyrir ráðamenn að hlusta á forstjóra stofnunarinnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að íslensk stjórnvöld ættu að setja það í algjöran forgang að efla eftirlit með bankakerfinu. Sjóðurinn hefur áréttað þriggja ára gamla gagnrýni sína um að Fjármálaeftirlitið (FME) sé bitlaus stofnun og skorti sjálfstæði. Þetta kemur fram í úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi sem birtist 22. júní síðastliðinn. Þar er jafnframt gefið sterklega í skyn að FME ráði ekki við stór og viðamikil verkefni eins og athugun á kaupum erlendra vogunarsjóða á þriðjungshlut í Arion banka sem sé prófsteinn fyrir stofnunina. Eru þessi tilteknu viðskipti með bréf í Arion banka nefnd á nokkrum stöðum í úttektinni. Í haust verða níu ár frá banka- og gjaldeyrishruninu. Orsakir hrunsins voru samspil margra þátta. Bankarnir stækkuðu langt fram úr hófi með lántökum erlendis í skjóli góðs lánshæfis íslenska ríkisins. Árið 2008 voru efnahagsreikningar þeirra orðnir tólf sinnum landsframleiðsla Íslands sem var algjört einsdæmi í heiminum á þeim tíma. Þá voru bankarnir allt of áhættusæknir og lánuðu of háar fjárhæðir til eigenda sinna og fárra aðila sem tengdir voru innbyrðis. Efnahags- og rekstrarreikningar bankanna voru falsaðir til að gefa betri mynd af stöðu þeirra en hún raunverulega var. Þetta gátu þeir gert í skjóli vottorðs frá stórum erlendum endurskoðunarfyrirtækjum. Samhliða þessu brást svo opinbert eftirlit með bankakerfinu. FME var alltof fámenn stofnun fyrir hrunið. Starfsmannaveltan var mikil og starfsmönnum fjölgaði ekki samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum. Starfsmönnum FME var líka mætt af fullri hörku í bönkunum sem réðu til sín her sérfræðinga til að verjast öllum athugasemdum og fyrirspurnum stofnunarinnar. Fyrrverandi stjórnandi hjá FME lýsti þessu í smáatriðum í viðtali við Morgunblaðið 8. janúar 2009. Þá er þetta allt rakið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 12. apríl 2010. FME var stórkostlega vanrækt stofnun á sama tíma og bankabólan blés út af fullum krafti. Þess vegna eru athugasemdir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins núna árið 2017 svo óþægileg lesning. Hugtakið déjà vu er notað á alþjóðavísu til að lýsa þeirri upplifun að hafa orðið fyrir atburði áður eða séð stað áður án þess að kunna skýringu á því. Vandamálið við notkun déjà vu um þá atburði sem gerast fyrir augunum á okkur núna er auðvitað að við getum fullkomlega útskýrt að við séum að endurtaka sömu mistökin þegar kemur að eftirliti með bankakerfinu. Þetta er ekki eins og að fljóta sofandi að feigðarósi. Þetta er eins og að sleppa því að spenna á sig bílbelti og lenda svo viljandi í bílslysi, fullkomlega meðvitaður um hvað hafi gerst. Það er merkilegt í ljósi þeirra lærdóma sem Íslendingar telja sig hafa dregið af bankahruninu að ekki enn hefur verið farið í nauðsynlega endurskoðun á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi í þeim tilgangi að efla FME. Samt hefur forstjóri FME kallað eftir slíku í nokkur ár. Það er kannski kominn tími fyrir ráðamenn að hlusta á forstjóra stofnunarinnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun