Rapparar hrifnir af skíðabuxum frá 66°Norður Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2017 09:30 Skíðabuxur eru greinilega að detta inn á tískuradar rappara. Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira