Íbúar ánægðir með fyrirhugaða virkjun í Hvalá Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2017 17:27 Frá fundinum. Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. Þetta kom fram á opnu málþingi sem haldið var í Trékyllisvík í gær og var framhaldið í dag.Uppfært: Þessi fullyrðing tilkynningarinnar hefur í meginatriðum verið hrakin, eins og Vísir greindi frá hér: Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar „Virkjunin mun breyta öllum samgöngum og fjarskiptum á svæðinu, eitthvað sem við höfum verið að kalla eftir, og er í samræmi við niðurstöðu íbúafunds sem Árneshreppur hélt fyrir stuttu,” segir Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði í tilkynningu. „Með virkjuninni opnast ýmis tækifæri fyrir svæðið í tengslum við ferðaþjónustu, atvinnusköpun og svo mætti lengi telja.” Niðurstaða íbúaþings sem Árneshreppur hélt ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun um miðjan júní var skýr; „þ.e. að ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða þá myndi heilsársbyggð í Árneshreppi leggjast af.“ Á íbúafundinum voru bættar samgöngur talin brýnasta málið fyrir samfélagið og Hvalárvirkjun næst brýnasta málið. „Það er því ljóst að íbúar binda vonir við þau tækifæri sem virkjun Hvalár mun skapa fyrir svæðið í tengslum við atvinnusköpun, bætt fjarskipti, bættar samgöngur, ferðaþjónustu o.fl.“ segir í tilkynningu frá fundinum.Telja áhrifin jákvæð Þar segir jafnframt að íbúar telji að Hvalárvirkjun, sem er í nýtingarflokki Rammaáætlunar, muni hafa margvísleg jákvæð áhrif á Árneshrepp. „Meðal annars munu samgöngur batna til muna en samhliða virkjanaframkvæmdum verður lagður vegur milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði,“ segir í tilkynningunni. „Með virkjuninni mun framboð á hreinni endurnýjanlegri orku aukast en í dag er olíunotkun á Vestfjörðum mikil vegna ónógrar framleiðslu og flutningsgetu raforku á Vestfjörðum. Olía er notuð til raforkuframleiðslu og hitunar fjarvarmaveitna, þegar raforkuafhending bregst. Þegar allt díselafl til raforkuframleiðslu er í gangi á Vestfjörðum eru brenndar um 600 tunnur af díselolíu eða rúm 120 tonn á sólarhring, með tilheyrandi ónauðsynlegri mengun. Nauðsynlegar úrbætur á raforkukerfinu munu einnig fylgja þessari framkvæmd þar sem Hvalárvirkjun yrði tengd nýju tengivirki í Ísafjarðardjúpi. Með slíkri tengingu mun raforkuöryggi Vestfjarða stórbatna, en í dag er öryggið það minnsta á öllu landinu. Á síðasta ári voru sem dæmi 225 truflanir á raforkukerfi Vestfjarða, þar af 150 fyrivaralausar truflanir og árið 2015 voru truflanirnar 205 , þar af sjö truflanir sem stóðu lengur yfir en 72 klukkustundir og teljast því umfangsmiklar. Samfélagslegur kostnaður vegna ótryggrar orkuafhendingar á Vestfjörðum er metinn í dag á 500-600 milljónir króna á ári,“ er ennfremur rakið. „Við teljum að Hvalárvirkjun muni hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Árneshreppi og raforkuöryggi á Vestfjörðum öllum. Fyrir liggja samkomulagsdrög milli VesturVerks og Vegagerðarinnar um að VesturVerk annist endurbætur á veginum úr Trékyllisvík í Ófeigsfjörð,” segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks og forstjóri HS Orku. „Það komu fram ýmsar skoðanir á fundinum í gær og í dag sem við tökum tillit til enda viljum við vinna í sátt við náttúruna, umhverfið og íbúa svæðisins. Þá ber að þakka þeim sem stóðu fyrir fundinum því fátt er mikilvægara en upplýst umræða.” Árneshreppur Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. Þetta kom fram á opnu málþingi sem haldið var í Trékyllisvík í gær og var framhaldið í dag.Uppfært: Þessi fullyrðing tilkynningarinnar hefur í meginatriðum verið hrakin, eins og Vísir greindi frá hér: Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar „Virkjunin mun breyta öllum samgöngum og fjarskiptum á svæðinu, eitthvað sem við höfum verið að kalla eftir, og er í samræmi við niðurstöðu íbúafunds sem Árneshreppur hélt fyrir stuttu,” segir Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði í tilkynningu. „Með virkjuninni opnast ýmis tækifæri fyrir svæðið í tengslum við ferðaþjónustu, atvinnusköpun og svo mætti lengi telja.” Niðurstaða íbúaþings sem Árneshreppur hélt ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun um miðjan júní var skýr; „þ.e. að ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða þá myndi heilsársbyggð í Árneshreppi leggjast af.“ Á íbúafundinum voru bættar samgöngur talin brýnasta málið fyrir samfélagið og Hvalárvirkjun næst brýnasta málið. „Það er því ljóst að íbúar binda vonir við þau tækifæri sem virkjun Hvalár mun skapa fyrir svæðið í tengslum við atvinnusköpun, bætt fjarskipti, bættar samgöngur, ferðaþjónustu o.fl.“ segir í tilkynningu frá fundinum.Telja áhrifin jákvæð Þar segir jafnframt að íbúar telji að Hvalárvirkjun, sem er í nýtingarflokki Rammaáætlunar, muni hafa margvísleg jákvæð áhrif á Árneshrepp. „Meðal annars munu samgöngur batna til muna en samhliða virkjanaframkvæmdum verður lagður vegur milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði,“ segir í tilkynningunni. „Með virkjuninni mun framboð á hreinni endurnýjanlegri orku aukast en í dag er olíunotkun á Vestfjörðum mikil vegna ónógrar framleiðslu og flutningsgetu raforku á Vestfjörðum. Olía er notuð til raforkuframleiðslu og hitunar fjarvarmaveitna, þegar raforkuafhending bregst. Þegar allt díselafl til raforkuframleiðslu er í gangi á Vestfjörðum eru brenndar um 600 tunnur af díselolíu eða rúm 120 tonn á sólarhring, með tilheyrandi ónauðsynlegri mengun. Nauðsynlegar úrbætur á raforkukerfinu munu einnig fylgja þessari framkvæmd þar sem Hvalárvirkjun yrði tengd nýju tengivirki í Ísafjarðardjúpi. Með slíkri tengingu mun raforkuöryggi Vestfjarða stórbatna, en í dag er öryggið það minnsta á öllu landinu. Á síðasta ári voru sem dæmi 225 truflanir á raforkukerfi Vestfjarða, þar af 150 fyrivaralausar truflanir og árið 2015 voru truflanirnar 205 , þar af sjö truflanir sem stóðu lengur yfir en 72 klukkustundir og teljast því umfangsmiklar. Samfélagslegur kostnaður vegna ótryggrar orkuafhendingar á Vestfjörðum er metinn í dag á 500-600 milljónir króna á ári,“ er ennfremur rakið. „Við teljum að Hvalárvirkjun muni hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Árneshreppi og raforkuöryggi á Vestfjörðum öllum. Fyrir liggja samkomulagsdrög milli VesturVerks og Vegagerðarinnar um að VesturVerk annist endurbætur á veginum úr Trékyllisvík í Ófeigsfjörð,” segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks og forstjóri HS Orku. „Það komu fram ýmsar skoðanir á fundinum í gær og í dag sem við tökum tillit til enda viljum við vinna í sátt við náttúruna, umhverfið og íbúa svæðisins. Þá ber að þakka þeim sem stóðu fyrir fundinum því fátt er mikilvægara en upplýst umræða.”
Árneshreppur Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda