Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum heldur áfram í dag.
Ísland sendi 32 keppendur til leiks á mótið sem hófst á laugardag. Keppt verður í 19 greinum í dag og verður því nóg að gera hjá íslensku keppendunum.
Ísland keppir í 2. deild keppninnar og fjórir íslenskir keppendur náðu sér í verðlaunapening í gær.
12 lönd eru í 2. deild. Ísland er með 106.5 stig eftir 21 grein og situr í 11. sæti og þurfa því að eiga góðan dag til þess að halda sér í deildinni. Á toppnum er Ungverjaland með 195 stig.
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna. Arna Stefanía Guðmundsdóttir fékk silfurverðlaun í 400 metra grindahlaupi kvenna, Ásdís Hjálmsdóttir náði sér í silfurverðlaun í spjótkasti og Hulda Þorsteinsdóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki.
Keppnin í dag hefst klukkan 14:00 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með dagskránni hér.
